top of page

Bryggjan

​​

Klukkan hálf tólf fórum við að hátta. Þá kom í ljós að hundurinn okkar hafði sloppið út. Við klæddum okkur aftur og eftir að hafa leitað vandlega um allt húsið gerðum við okkur grein fyrir því að við þyrftum að leita utandyra. Við ákváðum þó að skilja yngstu systur mína eftir vegna þess að hún var aðeins 5 ára gömul.

​

Eftir um hálftímalanga árangurslausa leit fórum við aftur heim í hús, en þegar við komum þangað kom í ljós að systir mín var horfin.  Á því augnabliki tók óttinn fyrst yfir. Þegar ég leit út um gluggann sá ég útlínur lítillar manneskju í fjarska, en þegar við hlupum út var þar enginn.

​

Í gegnum hríðina heyrðum við einhvern hrópa, neðar í litla þorpinu. Við eltum hljóðið og eftir skamma stund komum við að systur minni sitjandi á gangstéttinni. Hún hvíslaði að okkur að hún hafði fundið hundinn niðri á bryggju, en að hann væri fastur þar. Okkur var létt að finna hana og eltum hana niður að bryggjunni. Þá fannst mér furðulegt hvað hún var róleg í þessum aðstæðum. Ég ákvað að spá ekki meira í það.

 

Þegar við komum niður á bryggju var veðrið orðið enn verra. Öldurnar lömdu bryggjuna. Við horfðum í kring um okkur og kölluðum á hundinn, án árangurs. Skyndilega öskraði mamma og þegar ég leit um öxl sá ég systur mína standa yst á bryggjubrúninni. Öll sem eitt fikruðum við okkur niður klettana, tilbúin að bjarga henni.

​

Allt í einu heyrði ég gelt úr fjörunni fyrir aftan mig. Þarna var hundurinn okkar kominn. En þegar ég nálgaðist hann sá ég að hann var ekki einn á ferð. Eitthvað hafði skolast upp í fjöruna og hann stóð við það, geltandi. Hann neitaði að víkja frá því. Þetta var lík systur minnar.

​

Ég leit um öxl í áttina að bryggjubrúninni. Þar stóðu foreldrar mínir með eitthvað í fanginu, anda systur minnar jafnvel. Um leið og ég opnaði munninn til að vara þau við, kom stór alda og rústaði bryggjunni.

​

31. maí 2025

Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn

Hólmfríður, Petra, Kristín, Ása og Dögun.

 Árið 1967, aðfaranótt 13. júlí, kom skyndilega mikil hríð eftir marga daga af góðu veðri. Ég hafði gist með fjölskyldu minni á Bakkafirði í tvær vikur í 20 stiga hita og því kom óveðrið öllum á óvart. Veðrið byrjaði að versna um kvöldmatarleytið og rétt fyrir miðnætti sást varla á milli húsa. Við læstum öllum hurðum og lokuðum öllum gluggum.

Eða það héldum við.​

Gamla-hofin-i-Bakkafirdi-Gamla-Bryggjan-Hafnartangi-Austurland_DSC1775.jpg
Bryggjan Katla og DögunBryggjan
00:00 / 02:33
bottom of page