Tilfinningaálfar
Sagan segir að við bryggjuna á Bakkafirði sé álfasteinn sem fullur er af svokölluðum tilfinningaálfum. Þú þekkir steininn af gulu skellunum.
ā
Hér eru þrjár sögur sem sanna tilvist álfanna...

Stelpa að nafni Elva sá svokallaðan ástarálf. Hún var hrifin af strák sem hét Aron og hélt að hann væri líka hrifinn að henni. Einn daginn, þegar Elva var á göngu við nýju bryggjuna á Bakkafirði, sá hún lítið, bleikt kríli svífa í kringum sig með bleikt duft í hendinni. Elva sá krílið fljúga til Arons og blása því yfir hann. Eftir það urðu Elva og Aron óaðskiljanleg og giftust stuttu eftir þetta.
āāā
Önnur saga sem sannar tilvist tilfinningaálfanna er sú af Bryndísi. Hún var afar óheppin kona, alveg síðan hún var barn. Heppnin var henni sjaldan hliðholl. Þennan tiltekna dag hafði hún til dæmis runnið í polli og rifið buxurnar sínar, hundurinn hennar hafði tætt allt inni í húsinu hennar og ókunn börn höfðu kastað eggjum í hana. Bryndís gekk niður að nýju bryggjunni á Bakkafirði til að reyna að ná áttum. Skyndilega flaug grænn lítill álfur til hennar og las henni ljóð. Svo blés hann dufti yfir hana. Við það þornaði vatnið, eggjaklessurnar hurfu, húsið varð aftur fínt og buxurnar saumuðust aftur saman. Seinna sama dag vann Bryndís í lottóinu.

Strákur að nafni Markús var að eiga erfiðan dag. Hann var þreyttur, leiður, niðurdreginn og allt þar á milli. Markús var mjög orkulítill og lítill í sér þar sem hann stóð við nýju bryggjuna á Bakkafirði og horfði út á hafið. Skyndilega sá hann sá bláan álf. Álfurinn söng til hans vísu og blés dufti yfir hann. Við það varð Markús strax glaður og fullur af orku. Hann fór strax að spila fótbolta með vinum sínum.
Þessar sögur og aðrar sanna líf álfanna í steininum með gulu skellunum og Bakkfirðingar hafa trúað á þá síðan.
ā
ā
ā
31. maí 2025
Jódís og Magnea
Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn
