Gröfin
Það var vorið ´74 í litlu þorpi sem hét Bakkafjörður. Ekki bjuggu margir þar, en þó voru nokkrar fjölskyldur í þorpinu. Einn góðan veðurdag var lítil stelpa úti að hjóla. Hún sá glitta í bíl pabba síns og hjólaði að honum. Henni til mikillar skelfingar sá hún grímuklæddan mann inni í bílnum. Hann greip stúlkuna og henti inn í bílinn. Svo keyrði hann með hana að heimili hennar. Það var kvöld og maðurinn byrjaði að grafa holu fyrir aftan húsið. Mamma stúlkunnar var að vinna á Vopnafirði og pabbi hennar var ekki heima.
Þegar maðurinn var búinn að grafa holuna fór hann í bílinn, tók stúlkuna sem enn var á lífi og tróð henni í poka. Stúlkan barðist á móti í pokanum og gerði gat svo hún gæti andað. Hún öskraði og öskraði en enginn heyrði í henni. Hún endaði í gröfinni og moldin kæfði hana.
Stuttu seinna kom mamman heim af næturvakt og fann pabbann drukkinn á sófanum. Mamman spurði pabbann: „Hvar er Elísabet?“
„Hún var úti að hjóla áðan,“ svaraði hann. „Hún kom heim.“
Mamman lá andvaka um nóttina en eftir það fóru þau út að leita.
Fimm árum síðar flutti fjölskyldan. Stelpan fannst aldrei. Mamma hennar og pabbi skildu allt eftir. Húsið er nú eyðibýli.

30 árum seinna fer unglingastig í sveitaferð á Bakkafjörð þar sem þau áttu að rannsaka þorpið og búa til sögur. Bekkurinn gisti eina nótt í þorpinu og þegar kennarinn fór að sofa laumuðust nokkrar krakkar út. Þau höfðu heyrt af atvikinu um horfnu stelpuna. Þau ná sér í skóflu og byrja að grafa í kringum eyðibýlið. Þau finna ekkert.
Eftir það laumast þau inn í húsið, þar sem einn krakkinn finnur dagbók. Þau opna hana og lesa. Þar finna þau staðsetningu og játningu. Pabbinn hafði drepið Elísabetu.
Krakkarnir hlaupa út og byrja umsvifalaust að grafa þar sem bókin segir að líkið sé grafið. Þegar krakkarnir eru búnir að grafa í tæpt korter finna þau eitthvað skrítið. Það er pokinn. Þau halda áfram að grafa. Að lokum ná tveir af strákunum að taka pokann upp úr moldinni og sjá að hann er rifinn eftir Elísabetu. Krakkarnir opna pokann. Bein Elísabetar og fallega ljósa hárið hennar koma í ljós. Krakkarnir hlaupa og ná í kennarana sína.
Löggan kom. Líkið var tekið og Elísabet var jörðuð í bleikri kistu. Útförin var afar falleg.
31. maí 2025
Katla, Guðrún, Emma, Leó og Ari
Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn