top of page
Bakkos krakkar.jpg

Tungubrestur og listsköpun

Verkefnið Tungubrestur og listsköpun hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði árið 2024. Kjarni verkefnisins er að gefa ungmennum tækifæri á að kynna sér þjóðsögur sem tengjast Bakkafirði og svæðinu í kring og skapa sínar eigin sögur. 

Verkefnið var unnið vorið 2025. Börn í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn tóku þátt í verkefninu undir leiðsögn Ævars Þórs Benedikssonar, leikara og rithöfunds. Tvær vinnustofur voru haldnar þar sem börnin æfðu sig í skapandi skrifum, fóru í vettvangsferð á Bakkafjörð og skrifuðu svo sínar eigin sögur tengdar fyrirbærum á Bakkafirði. 

Börnin lásu upp sögur sínar í hljóðveri Kistunnar svo sögurnar er bæði hægt að hlusta á og lesa.

Nemendur á miðstigi myndskreyttu sögurnar. 

Hvar má finna sögurnar?

Taktið nú röltið um Bakkafjörð og leitið að litlum QR merkjum sem eru plöstuð víðs vegar um Bakkafjörð.

Finnið QR kóðan og skannið og síminn mun leiða ykkur inn á slóð hverrar sögu þar sem hægt er að hlusta og/eða lesa sögurnar. En hlustið með gát því sumar sögurnar eru óhugnalegar og geta valdið gæsahúð!

Sögurnar má finna á eftirfarandi svæðum:

Tungubrestur - kort (1).png
bottom of page