top of page
Eyðilög�ð ást.jpg

Árið 1974 var ungt par að borða kvöldmat saman. Upp úr þurru spurði eiginmaðurinn konu sína hvað hún hefði verið að gera kvöldið áður. Konan neitaði að tjá sig um það og horfði svipbrigðalaus á diskinn sinn. Snöggreiddist þá maðurinn og kastaði glasinu sínu í vegginn. Þrammaði svo beint inn í herbergi og reyndi að sofa úr sér reiðina.

Um nóttina vaknaði hann en sá konu sína hvergi. Við það varð hann svo reiður að hann réðist á allt sem hann sá inni í húsinu.

 

Kona hans kom heim stuttu seinna og sá heimili sitt á hvolfi. Maður hennar þrammaði að henni og kastaði blómapotti beint í höfuð hennar. Um leið og hann starði skelfingu lostinn á konu sína blæða út rann honum reiðin. Að lokum tók hún sinn síðasta andardrátt. Maðurinn fór aftur inn í svefnherbergið og byrjaði að rífa allt og tæta, bæði hluti og veggina sjálfa. Eftir þetta tók maðurinn stóran skammt af töflum og drakk áfengi.

 

Maðurinn endurupplifði þennan dag á hverju kvöldi í sjö mánuði. Eitt kvöldið fékk hann nóg og fór aftur að brjóta hluti og rífa niður veggi. Eftir það fór hann inn í svefnherbergið með hálsmen konu sinnar og lá þar alla nóttina. Loks dó hann úr kulda.

 

Sagt er að sál konunnar sé föst í húsinu og ef þú gerir eitthvað af þér í því mun hún leggja álög á þig, sem valda því að öll þín rómantísku sambönd enda í harmleik.

31. maí 2025

Jódís, Katrín og Magnea

Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn

Eyðilögð ást

Hlustið hérEyðilögð ást
00:00 / 01:35
bottom of page