top of page

Ferð Eiríks til ógeðslegt

Hlusta hérFerð Eiríks til ógeðslegt
00:00 / 02:54

Árið er 2015 og maður að nafni Eiríkur er að kafa við höfnina í Bakkafirði til þess að taka neðansjávarmyndir af svæðinu. Eiríkur er búinn að gera þetta frekar lengi og hefur ferðast um allt Ísland og tekið ótalmargar myndir neðansjávar. Þetta skiptið er þó örlítið öðruvísi: Eiríkur er að gera þetta í fyrsta skipti einn, en hann kafar vanalega með frænda sínum, Þór. Eiríkur hefur skoðað Bakkafjörð áður, fyrir 15 árum, þannig að hann er spenntur að hvort sjávarlífið hefði breyst síðan þá.


Þegar Eiríkur mætir á svæðið er hann látinn vita af því að maður hefði týnst úti á sjó fyrir um viku síðan og beðinn um að hafa augun opin fyrir því hvort hann sjái nokkuð líkið. Eiríkur samþykkir það og byrjar að græja sig fyrir neðansjávarferðina.

 

Eiríkur stekkur ofan í og sér strax að þar er mun meira af þara og sjávargróðri núna en þegar hann var þar síðast. Allt gengur þó smurt. Hann kafar og tekur myndir. Þegar Eiríkur er kominn lengra frá höfninni fær hann skrítinn hnút í magann og byrjar að skima í kringum sig. Hann sér ekkert óvanalegt.

 

Eftir stutta stund heyrir hann djúpan óm og lítur til hliðar. Þar blasir við honum náhvalur. Eiríkur veit að náhvalir eru afar sjaldgæfir í Bakkafirði. Hann tekur nokkrar myndir af dýrinu og heldur svo lengra út fjörðinn. Eftir nokkra stund sér Eiríkur eitthvað furðulegt. Við hafsbotninn liggur þari, sem ætti ekki að vera óvanalegt, en Eiríkur veit að þessi tiltekna tegund af þara finnst aðeins nálægt landi. Hann lítur um öxl til að sjá hvort náhvalurinn sé farinn og sér að dýrið er að synda í burtu. Eiríkur er vonsvikinn en þó sáttur að hafa náð nokkrum myndum af dýrinu áður en það fór.
Eiríkur kafar að botninum og byrjar að skoða þarann. Hann rótar í honum en upp úr þurru skýst skyndilega skjannahvít hendi út úr þaranum og grípur í hann. Eiríkur er skelfingu lostinn og reynir að berjast á móti en ekkert gengur. Höndin togar hann inn í þarann.

 

Nú virðist Eiríkur vera staddur inni í einhvers konar belg sem er fullur af vatni. Þar er kolniðamyrkur, fyrir utan hvít, dauð augu sem skína í dimmunni. Eiríkur reynir að klóra sig aftur út en hann rennur til á sleipri húðinni sem myndar belginn.

„Það er engin leið út,“ heyrist í líkinu. Eiríkur er skíthræddur og veit ekkert hvað er í gangi. En allt í einu springur belgurinn. Það var náhvalurinn!

 

Eiríkur syndir aftur í land og klifrar upp á gömlu bryggjuna. Þegar hann lítur á hafið sér hann hluta af kunnuglegum þara fljóta á yfirborðinu.

 

31. maí 2025

Ragnar, Jóhannes, Ari og Thor

Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn
 

Hafnartanginn (21).jpg
Ferð eiríks til ógeðslegt_edited.jpg
440974018_10233648810819896_7985767997665466599_n.jpg
bottom of page