top of page
Hafnartanginn (3).jpg

Elínóra

Hlusta hérElínóra
00:00 / 01:35

Árið 1678 var sextán ára gömul stelpa að nafni Elínóra. Hún var rauðhærð og með fæðingarblett sem líktist stjörnu. Hún var mjög aðlaðandi manneskja sem daðraði mikið og gat léttilega eyðilagt sambönd. Konurnar á Bakkafirði urðu afar afbrýðissamar út í Elínóru og reiðar yfir því að hún gæti tekið mennina þeirra án þess að hafa nokkuð fyrir því. Sumar konur hvísluðu að Elínóra væri norn og óttaleg drusla sem vildi bara skemma sambönd.

 

Þótt Elínóra væri bara 16 ára var konunum alveg sama og heimtuðu þær að lokum að hún yrði brennd. Nokkrum dögum seinna var Elínóra fest við stóran bragga og svo var kveikt í. Eldurinn varð sífellt stærri og stærri og brenndi að lokum allan braggann. Ekkert varð eftir nema grunnurinn. Mörgum dögum seinna heyrðust enn öskrin í Elínóru.

 

Einhverju seinna var grunnur braggans skoðaður og þar fannst nafn Elínóru klórað í gólfið. Við hlið klórsins lá hálsmen Elínóru; kross.

 

Konurnar sem ákærðu Elínóru voru ásóttar af henni þangað til þær dóu. Þær heyrðu nafnið hennar hvíslað á kvöldin og á nóttunni ómuðu öskur hennar um fjörðinn. Elínóra birtist í draumum þeirra og fylgdi þeim eftir í vöku.


Í dag er því trúað að Elínóra svífi um Bakkafjörð en geri engum mein. Stundum má þó enn heyra öskur hennar. Grunninn að bragganum má enn finna á Bakkafirði.

31. maí 2025

Jódís og Magnea

Höfundar sögunnar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn
 

bottom of page