Kofinn
Árið 1936 var vinahópur á Bakkafirði sem fór út að leika sér. Krakkarnir, sem voru fjórir talsins, voru öll á aldrinum 11-13 ára. Krakkarnir laumuðust inn í ólæstan kofa nálægt bryggjunni, bara til þess að gera eitthvað. Þegar þau gengu inn í kofann sáu þau að gólfið var glært. Undir gólfinu sáu þau hóp af öðrum krökkum kalla á hjálp. Þegar krakkarnir ætluðu að hjálpa fylltist kofinn af hvítum reyk. Skyndilega voru þau hinum megin við glæra gólfið, föst með hinum krökkunum.
Hinir krakkarnir sem höfðu verið föst undir gólfinu sögðu sína sögu. Hún var mjög svipuð sögu krakkanna fjögurra. Eini munurinn var sá að fyrri hópurinn hafði verið fastur þar í 18 ár, en ekkert elst. Nú reyndu krakkarnir öll að kalla á hjálp en raddir þeirra heyrðust ekki fyrir utan kofann. Enginn gat hjálpað.

Nokkur ár liðu og fólkið á Bakkafirði héldu að krakkarnir fjórir hefðu strokið, líkt og nokkrir aðrir krakkar höfðu gert 18 árum áður.
Sannleikurinn var hins vegar sá að þau voru öll föst í kofanum. Ef einhver myndi koma inn í kofann myndi sá hinn sami sjá krakkana en um leið festast með þeim.
Krökkunum var aldrei bjargað og núna er sagan af kofanum fyrir ofan gömlu bryggjuna á Bakkafirði notuð til þess að hræða börn og kenna þeim að fara ekki inn í annarra manna hús. Það hefur gerst einstaka sinnum eftir atvikið árið 1936 og í öll skiptin hafa börnin sem fóru inn í kofann horfið sporlaust.
​
31. maí 2025
Jódís og Magnea
Höfundar sögunnar eru nemendur í Gunnskólanum á Þórshöfn