top of page

Hvalir á Bakkafirði

Hlustaðu hérHvalir á Bakkafirði
00:00 / 01:34

Eitt sinn í Bakkafirði voru fjórir sjómenn frá Vopnafirði á leið sinni til Grænlands í skemmtiferð. Voru þeir búnir að plana og gera skipið upp í marga mánuði. Sjómennirnir lögðu af stað í þoku, en veðrið var þrátt fyrir það stillt. Þeir föttuðu þó ekki hvað þeir væru nálægt landi þegar þeir voru hjá nesinu og rákust niður.

Þetta þýddi að nú þurftu þeir að taka neyðarstopp inni í Bakkafirði, enda bara tímaspursmál hvenær skipið myndi sökkva. Mennirnir skiptu á milli sín verkum; á meðan einn stýrði voru hinir þrír að losa vatn úr skipinu. Stýrimaðurinn sendi neyðarkall heim í Vopnafjörð og lét vita að báturinn væri við það að sökkva, en þrátt fyrir það myndu þeir líklega ná landi. Lagt var af stað til að bjarga þeim.

 

Í bílnum hjá þeim sem komu til bjargar var GPS-tæki. Bílstjórinn Íbbi tók eftir því að staðsetningarpunkturinn hvarf skyndilega. Hann horfði út yfir fjörðinn en sá hvergi skipið sem hafði verið þar rétt áður. Hann kallaði umsvifalaust út björgunarsveit, sem og kafbát, til að leita á punktinum. Það leið ekki langur tími þar til allir mættu. Leitin gekk yfir í um það bil tvær vikur án árangurs.

 

Hvorki fannst skipið né lík sjómannanna og engin náttúruleg útskýring fannst á hvarfi þeirra. Það eina sem fannst voru fjórir háhyrningar sem syntu í hringi þar sem GPS-punkturinn var. Talið er að eitthvað yfirnáttúrulegt hafi gerst og að sjómennirnir fjórir hafi orðið að háhyrningum.

 

En það var aðeins saga sem dreifðist um firðina alla. Aldrei kom í ljós hvað raunverulega gerðist. Eða... ?

31. maí 2025

Ása, Petra, Hólmfríður, Kristín og Dögun

Höfundar eru nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn

Hvalir.jpg
Hvalir 1.jpg
344872018_809605056801997_5670377810403525872_n.jpg
bottom of page